top of page

Samþykktir Jarðhitafélags Íslands

 

 1. Félagið heitir Jarðhitafélag Íslands (erlent heiti Geothermal Association of Iceland).

 2. Hlutverk félagsins er að stuðla að nýtingu jarðhita og eflingu rannsókna á honum. Þessu hlutverki hyggst félagið gegna m.a. með því að:

  • kynna störf íslenskra jarðhitamanna.

  • efna til umræðufunda um áhugaverð mál tengd jarðhita.

  • efla samstarf jarðhitamanna í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins.

  • vera aðili að alþjóðasamtökum og alþjóðasamvinnu á sviði jarðhita.

   

 3. Félagsmenn geta orðið einstaklingar sem vilja vinna að markmiðum félagsins. Einnig geta fyrirtæki og stofnanir sem starfa að jarðhitamálum orðið aðilar að félaginu. Tilgangurinn með slíkri aðild er að efla samstarf á öllum sviðum jarðhitamála svo og tengsl milli félagsmanna, fyrirtækja og stofnana.

 4. Stjórn félagsins skipa sjö menn. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti. Stjórn velur á fyrsta fundi sínum varaformann, ritara og gjaldkera. Annað árið eru kosnir formaður og þrír aðrir stjórnarmenn, en hitt árið þrír stjórnarmenn. Formaður má aðeins sitja tvö kjörtímabil í röð.

 5. Aðalfund skal halda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert og á dagskrá hans skal m.a. vera eftirfarandi.

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara. Samþykkt dagskrár.

  • Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu ári.

  • Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.

  • Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.

  • Lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs til samþykktar. Ákvörðun félagsgjalda.

  • Kosning stjórnar. Ennfremur skulu kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.

  • Upplýsingar um inngöngu nýrra félaga.

  • Önnur mál.

   

  Aðalfund skal boða skriflega eða með tölvupósti með minnst 10 daga fyrirvara. Hann er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum nema annað standi í samþykktum félagsins. Fundarritari og fundarstjóri skrifa undir fundargerð sem send skal öllum félögum.

 6. Breytingar á samþykktum félagsins er aðeins hægt að gera á aðalfundi. Tillögur um slíkar breytingar skulu sendar stjórn og kynntar í fundarboði og til þess að þær öðlist gildi þurfa þær að vera samþykktar með minnst 2/3 greiddra atkvæða.

 7. Tillögur eða beiðnir um inngöngu í félagið skulu sendar stjórninni til afgreiðslu. Upplýsingar um inngöngu nýrra félaga skulu kynntar á aðalfundi.

 8. Árgjald einstaklinga og stofnana skal ákveðið á aðalfundi. Atkvæðisbærir á aðalfundi eru þeir einir, sem greitt hafa árgjöld sín. Hver stofnun getur tilnefnt fulltrúa sem fer með atkvæði h Félagi sem ekki hefur greitt árgjald 3 ár er strikaður út af félagaskrá og þarf að sækja aftur um inngöngu. Heiðursfélagar greiða ekki árgjald.

 9. Heiðursfélagar eru kosnir á aðalfundi samkvæmt tilnefningu stjórnar.


Samþykktar á stofnfundi 19. maí 2000.
Breytt á aðalfundi 12. apríl 2011.

bottom of page