Jarðhitafélag Íslands (JHFÍ) var stofnsett þann 19. maí 2000 og eru félagar þess yfir 200 talsins. Meðal félaga JHFÍ eru 16 fyrirtæki, stofnanir og samtök sem vinna með eða eru tengd jarðhita og málefnum hans.

Markmið félagsins eru:

  • Kynna störf íslenskra jarðhitamanna
  • Efna til umræðufunda um áhugaverð mál tengd jarðhita
  • Efla samstarf jarðhitamanna í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins
  • Vera aðili að alþjóðasamtökum og alþjóðasamvinnu á sviði jarðhita


Aðild

Þeim sem óska að gerast aðilar að Jarðhitafélagi Íslands er bent á að senda erindi á ritara stjórnar (í póstfangið sigurjon@samorka.is).  Aðildin tekur svo gildi að fengnu samþykki næsta stjórnarfundar.