Valskilyrði vegna ráðstefnustyrkja

Gústaf Skúlason

Á fundi sínum miðvikudaginn 16. júní ræddi stjórn Jarðhitafélagsins um viðmið þau sem unnið skyldi eftir við val á milli umsókna um styrki félagsins til doktorsnema til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Ákveðið var að eftirtalin atriði gætu orðið til að styrkja einstakar umsóknir:

- Umsækjandi verði með erindi eða annað slíkt hlutverk á viðkomandi ráðstefnu.

- Doktorsnám umsækjanda sé komið vel á veg.

- Umsækjandi sé í fullu námi.

- Doktorsverkefni umsækjanda geti haft hagnýtt gildi hérlendis.

- Umsækjandi búi að starfsreynslu tengdri jarðhitanýtingu.