Styrkur til að sækja alþjóðlega ráðstefnu

Gústaf SkúlasonStyrkur til að sækja alþjóðlega jarðhitaráðstefnu
umsóknarfrestur til 15. ágúst


Jarðhitafélag Íslands veitir í ár íslenskum háskólanema í doktorsnámi, í fagi tengdu jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlega jarðhitaráðstefnu. Sem dæmi má nefna hinar árlegu ráðstefnur Geothermal Resources Council og Stanford Geothermal Workshop í Bandaríkjunum. Styrkurinn nemur allt að kr. 350.000 og er til að greiða ferða- og uppihaldskostnað ásamt ráðstefnugjöldum. Stjórn félagsins mun velja styrkþega úr hópi umsækjenda.

Eftirtalin atriði geta orðið til að styrkja einstakar umsóknir:
- Umsækjandi verði með erindi eða annað slíkt hlutverk á viðkomandi ráðstefnu.
- Doktorsnám umsækjanda sé komið vel á veg.
- Umsækjandi sé í fullu námi.
- Doktorsverkefni umsækjanda geti haft hagnýtt gildi hérlendis.
- Umsækjandi búi að starfsreynslu tengdri jarðhitanýtingu.

Umsóknum um styrkinn fyrir árið 2011 ber að skila til Gústafs Adolfs Skúlasonar, ritara stjórnar Jarðhitafélagsins, í netfangið gustaf (hjá) samorka.is (eða með pósti til Gústafs á skrifstofu Samorku, merkt v. Jarðhitafélags Íslands, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík), eigi síðar en mánudaginn 15. ágúst 2011. Umsóknum fylgi upplýsingar um námsferil, efni og stöðu doktorsverkefnis, starfsreynslu tengda jarðhitarannsóknum eða -nýtingu ef við á, og um þá ráðstefnu sem viðkomandi hyggst sækja.

Stjórn Jarðhitafélags Íslands.