Nýr vefur Jarðhitafélags Íslands

Disill Administrator Opnaður hefur verið nýr vefur Jarðhitafélags Íslands. Hér er að finna flest þau erindi sem flutt hafa verið á opnum fundum félagsins undanfarin ár, fundargerðir stjórnar og aðalfunda frá og með aðalfundi 2008, tengla við félagsmenn og margt fleira. Enn er unnið að uppsetningu vefsins og einhver útgefin rit ekki komin inn á síðuna eða ekki búið að birta þau á tilætluðum stöðum, en það stendur allt til bóta. Það er von stjórnar félagsins að vefurinn muni reynast félagsmönnum og öðru áhugafólki um jarðhitamál gagnlegur og ánægjulegur.