Jarðhitafélagið styrkir doktorsnema

Gústaf Skúlason Líkt og undanfarin ár styrkir Jarðhitafélag Íslands doktorsnema í jarðhitatengdu námi til að sækja fjölþjóðlega jarðhitaráðstefnu, að þessu sinni um allt að kr. 300 þúsund. Tvær sterkar umsóknir bárust að þessu sinni. Niðurstaða stjórnarinnar var sú að styrkinn hlyti Thecla Munanie Mutia, sem leggur stund á doktorsnám í umhverfisfræði við Háskóla Íslands, til að sækja jarðhitaráðstefnu Geothermal Research Council í Nevada í lok september 2013, þar sem hún kynnti m.a. doktorsverkefni sitt.

Verkefnið gengur út á að rannsaka áhrif snefilefna og brennisteinsvetnis frá útblæstri jarðvarmavirkjana á gróðurlendi á Íslandi og í Kenýa. Rannsóknir á mosa standa yfir á Nesjavöllum og Hellisheiði á Íslandi og í Oklaria í Kenýa. Í rannsókninni er leitast eftir því að svara tveimur megin spurningum. Annars vegar hvernig efnin dreifast frá virkjununum og hins vegar hvernig gróður bregst við efnunum, þ.e. merki um eitrun, eitrunarstyrkur og hugsanleg þolmörk gróðurtegunda gagnvart þessum efnum.