Jakob Friðriksson nýr formaður Jarðhitafélags Íslands

Gústaf Skúlason Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands miðvikudaginn 14. apríl var Jakob Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, kjörinn nýr formaður félagsins. Tekur hann við af Ásgeiri Margeirssyni sem gegn hafði formennsku í fjögur ár. Ásgeir var hins vegar kjörinn til stjórnarsetu, ásamt með Sigurði Magnúsi Garðarssyni og Bjarna Pálssyni sem var endurkjörinn. Ennfremur sitja áfram í stjórn þau Gústaf Adolf Skúlason, Jónas Matthíasson og Ragna Karlsdóttir, sem kjörin voru til tveggja ára á aðalfundi félagsins 2009. Úr stjórn gengu þau Auður Andrésdóttir og Ólafur G. Flóvenz.