Erindi vorþings Jarðhitafélags Íslands 2010

Gústaf Skúlason Vorþing - 10 ára afmælisþing - Jarðhitafélags Íslands var haldið í Víðgelmi á Grensásvegi 9 miðvikudaginn 14. apríl. Fjallað var um leyfisveitingar, regluverk, undirbúning jarðhitavirkjana og skilvirkni í skipulags-, mats- og leyfismálum. Þá ávarpaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra þingið, auk þess sem greint var frá ákvörðuum aðalfundar hvað varðar námsstyrki félagsins og frá útnefningu Kristjáns Sæmundssonar sem heiðursfélaga. Dagskrá og erindi þingsins er að finna hér að neðan:

Dagskrá vorþings Jarðhitafélags Íslands 2010

Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra (væntanlegt á vef ráðuneytis)

Leyfisveitingar Orkustofnunar vegna jarðhitanýtingar - Þrír hattar Orkustofnunar
Lárus Ólafsson, yfirlögfræðingur Orkustofnunar

Regluverkið og undirbúningur jarðhitavirkjana - sjónarmið ráðgjafa
Auður Andrésdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs, Mannvit hf.

Skilvirkni í skipulags-, mats- og leyfismálum - sjónarmið orkufyrirtækja
Ásbjörn Ólafsson, forstöðumaður þróunarsviðs HS Orku hf.