Aðalfundur og vorfundur JHFÍ 12. apríl

Aðalfundur og vorfundur JHFÍ munu fara fram þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi. Aðalfundurinn hefst kl. 14:00 og er haldinn í húsakynnum Samorku, Borgartúni 35 – Húsi Atvinnulífsins.

Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi af aðalfundinum og hefst á sama stað kl. 15:00. Meginþema fundarins er „Rekstur og viðhald á borholum“. Nánari dagskrá fyrir vorfundinn verður birt er nær dregur. Dagskrá aðalfundar má sjá hér: meira

Sparnaður í losun koldíoxíðs nemur 140 milljónum tonna á einni öld með nýtingu jarðhita í stað olíu

Orkustofnun hefur unnið að því að meta sparnað í losun koldíoxíðs með nýtingu jarðhita stað olíu - í húshitun, aðra varmanotkun og raforkuframleiðslu. Tímabilið sem skoðað var frá 1914 til 2014 og nemur uppsafnaður sparnaður 140 milljónum tonna af koldíoxíði. Tveir þriðju hlutar sparnaðarins er framlag hitaveitna á Íslandi í eina öld. Nánari upplýsingar má sjá hér á heimasíðu orkustofnunar:

Iceland Geothermal Conference 2016 - Opnað fyrir skráningu

Opnað hefur verið fyrir skráningu á þriðju Iceland Geothermal Conference - IGC2016. Ráðstefnan fer fram í Hörpu dagana 26.-29. apríl 2016 og er skipulögð af Iceland Geothermal klasasamstarfinu. Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu ráðstefnunnar:

Erindisglærur frá haustfundi Jarðhitafélags Íslands 22. október - Fjölnýting jarðhita á Íslandi

Haustfundur JHFÍ var haldinn fimmtudaginn 22. október síðastliðinn. Fundurinn heppnaðist virkilega vel og var vel tekið í erindi fundarins, sem tengdust öll þema hans: Fjölnýtingu jarðhita á Íslandi. Yfir 60 manns sóttu fundinn sem haldinn var í höfuðstöðvum Mannvits. Erindisglærur af fundinum má nálgast hér: meira

Fyrirlestrar um lokaverkefni nemenda í Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna

Þriðjudaginn 13. október flytja nemar við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna fyrirlestra um lokaverkefni sín. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 09:00 í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs. Nánari dagskrá má sjá hér á heimasíðu Jarðhitaskólans.

Haustfundur JHFÍ 22. október næstkomandi

Haustfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn þann 22. október næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsakynnum Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi. Í ár verður þema fundarins: „Fjölnýting jarðhita á Íslandi“. Dagskrá fundarins verður birt hér á heimasíðu JHFÍ, er nær dregur fundi.

Jarðhitafélagið styrkir háskólanema

Líkt og undanfarin ár styrkir Jarðhitafélag Íslands háskólanema í jarðhitatengdu námi til að sækja fjölþjóðlega jarðhitaráðstefnu, að þessu sinni 2 styrki um allt að kr. 300 þúsund hvor styrkur. Átta sterkar umsóknir bárust að þessu sinni. Niðurstaða stjórnar JHFÍ var sú að styrkina hlytu Elvar Bjarkason, doktorsnemi í jarðhitaverkefni við University of Auckland í Nýja Sjálandi og Sigrún Brá Sverrisdóttir, meistaranemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík meira

Erindi af vorfundi JHFÍ 2015 - Erindi Íslendinga á WGC 2015

Þema vorfundar Jarðhitafélagsins 2015 var: „Erindi Íslendinga á World Geothermal Congress 2015. Yfir 50 manns mættu á fundinn sem haldinn var í húsakynnum Landsvirkjunar.  Erindin má finna hér á vef félagsins. meira

Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins 2020, World Geothermal Congress, haldið á Íslandi!

Stjórn Alþjóða jarðhitasambandsins (IGA) hefur tekið þá ákvörðun að World Geothermal Congress 2020 - heimsþing IGA sem haldið er á 5 ára fresti - verði haldið á Íslandi. Um er að ræða langstærsta viðburðinn á sviði jarðhitamála í heiminum og einn stærsta ráðstefnuviðburð sem haldinn hefur verið á Íslandi.

meira

Styrkur til að sækja alþjóðlega jarðhitaráðstefnu

Jarðhitafélag Íslands veitir í ár háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrknum er ætlað að nýtast til að greiða ferða- og uppihaldskostnað og/eða ráðstefnugjöld. Um er að ræða styrk til framhaldsnema í háskólanámi (MS/Ph.D) að upphæð allt að kr. 300.000. Stjórn félagsins mun velja styrkþega úr hópi umsækjenda. meira