Stór áfangi í djúpborun

12.2.2017 Sigurjon Alls voru um 200 manns á hádegisfundi um borlok í djúpborunarverkefni á Reykjanesi sem HS Orka hélt í Gamla bíó í hádeginu. Haldin voru stutt erindi þar sem farið var yfir tilgang, helstu áskoranir og þau verkefni sem framundan eru. Að þeim loknum var panelumræður þar sem fjörugar umræður sköpuðust um verkefnið og hvað niðurstöður þýða fyrir vinnslu á jarðhita í framtíðinni.
Tilraunir HS Orku á djúpborunum á Reykjanesi gefa góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu með mun minni umhverfisáhrifum og minni kostnaði. Borað var niður á 4.650 metra dýpi sem gerir holuna þá dýpstu á landinu. Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu HS Orku.