Opinn morgunverðarfundur & Vetrarfundur Jarðhitafélags Íslands

23.11.2017 Sigurjon Þann 5. desember næstkomandi heldur Jarðhitafélag Íslands vetrarfundi félagsins. Aðalræðumaður á fundunum verður eitt af stærstu nöfnunum í alþjóða jarðhitageiranum, Susan Petty, sem er forstjóri og stofnandi AltaRock Energy.

Við byrjum á morgunverðarfundi á Reykjavík Natura hóteli, kl. 08:30 til 10:00. Á fundinum verður fjallað um mikilvægi jarðhitans þegar kemur að aðgerðum til að vinna gegn loftlagsbreytingum.

Síðdegis mun Susan fjalla um örvuð jarðhitakerfi sem nýta yfirkríttískan vökva (e. super hot EGS). Þar mun Susan einnig deila með okkur sinni miklu reynslu af því að hefja og leiða til lykta heimsklassa nýsköpunarverkefni byggð á nýtingu jarðhita. Í framhaldi verður svo einnig kynnt áhugaverð skýrsla frá Jarðvarmaklasanum um samkeppnishæfni íslenska jarðvarmageirans. Fundurinn fer fram kl. 15:00-16:30 í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.

Við í Jarðhitafélagi Íslands hvetjum ykkur til að taka daginn frá og lofum virkilega spennandi fundum

Jarðhiti og loftlagsbreytingar
Morgunverðarfundur þriðjudaginn 5. desember kl. 08:30-10:00
Reykjavík Natura hótel

Dagskrá:
Möguleikar örvaðra jarðhitakerfa til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.
Susan Petty - CTO & Stofnandi AltaRock Energy
Skuldbindingar Íslands í loftlagsmálum.
Helga Barðadóttir, sérfræðingur á skrifstofu hafs, vatns og loftslags hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Pallborðsumræður
Auk fyrirlesara tekur þátt Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúrunnar.
Fundarstjóri er Bjarni Richter, jarðfræðingur og sviðstjóri háhita hjá ÍSOR