Jarðhitafélagið styrkir háskólanema

20.9.2016 Sigurjon Líkt og undanfarin ár styrkir Jarðhitafélag Íslands háskólanema í jarðhitatengdu námi til að sækja fjölþjóðlega jarðhitaráðstefnu, að þessu sinni 2 styrki um allt að kr. 300 þúsund hvor styrkur. Fimm sterkar umsóknir bárust að þessu sinni. Niðurstaða stjórnar JHFÍ var sú að styrkþegarnir í ár eru Guðjón Helgi Eggertsson, sem hlaut styrk til að kynna erindi tengt doktorsverkefni  sínu sem fjallar um rannsóknir á lekt og bergstyrk í jarðhitageyminum í Kröflu & Andri Ísak Þórhallsson, sem hlaut styrk til að kynna erindi tengt doktorsverkefni  sínu sem fjallar um hermun á aðstæðum í djúpborunarholum.