Erindi haustfundar Jarðhitafélagsins: Ísland og Jarðhitaskóli SÞ

3.10.2012 Gústaf Skúlason  Haustfundur Jarðhitafélags Íslands var haldinn í Orkugarði þriðjudaginn 2. október og sóttu hann um 60 manns. Yfirskrift fundarins var Ísland og Jarðhitaskóli SÞ og var dagskráin helguð störfum Ingvars Birgis Friðleifssonar, forstöðumanns Jarðhitaskólans og nýkjörins heiðursfélaga í Jarðhitafélaginu. Erindi fundarins má nálgast hér að neðan, en auk erindanna hér að neðan fjallaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um Jarðhitaskólann, utanríkismál og þróunaraðstoð Íslands. Þá ávarpaði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fundinn sem fundarstjóri. Loks tók Ingvar Birgir Friðleifsson við viðurkenningarskjali sem heiðursfélagi, úr hendi Bjarna Pálssonar formanni Jarðhitafélagsins.

Erindi fundarins (sjá dagskrá hér):

Bjarni Pálsson formaður Jarðhitafélagsins og deildarstjóri virkjanadeildar Landsvirkjunar opnaði fundinn og afhenti Ingvari Birgi Friðleifssyni viðurkenningarskjal sem heiðursfélaga í Jarðhitafélaginu.

Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá ÍSOR fjallaði um Jarðfræðinginn og skólastjórann Ingvar Birgi Friðleifsson.

Ingimar G. Haraldsson verkefnisstjóri hjá Jarðhitaskólanum flutti erindi sitt og Lúðvíks S. Georgssonar aðstoðarforstöðumanns Jarðhitaskólans um Jarðhitaskólann, hlutverk og árangur.

Gary C. Mondejar forðafræðingur frá Filippseyjum og Oscar Fernandes Cideos Nunez vélaverkfræðingur frá El Salvador fjölluðu, sem nemendur við Jarðhitaskólann, um skólann sem Cradle of Geothermal Champions in Developing Countries.

Charles Muturia Lichoro jarðeðlisfræðingur frá Kenía fjallaði, sem mastersnemi við Jarðhitaskólann, um Contribution to Capacity Building in Africa's Geothermal Development.

Benedikt Steingrímsson, yfirverkefnisstjóri hjá ÍSOR, fjallaði um ávinning íslenska jarðvarmaiðnaðarins - arfleifð UNU starfsins.