Erindi haustfundar Jarðhitafélagsins - Sérstaða jarðhitanýtingar á Íslandi

6.12.2011 Gústaf Skúlason

Á haustfundi Jarðhitafélagsins var fjallað um sérstöðu jarðhitanýtingar á Íslandi. Fundinn setti Jakob S. Friðriksson, formaður félagsins, og þá flutti fundarstjóri, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, stutt ávarp. Að því loknu tóku við erindi sem nálgast má hér að neðan:

Stofnkostnaður jarðvarmavirkjana á Íslandi og samanburður við önnur lönd. Runólfur Maack aðstoðarforstjóri og Kristinn Ingason, sviðsstjóri jarðhita, Mannvit hf.

Hvað er á döfinni í jarðhitaheiminum?; Bjarni Pálsson, deildarstjóri virkjanadeildar, Landsvirkjun*

Jarðhitarannsóknir á Íslandi; Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR.

Jarðhitaklasar – Sóknarfæri íslenska jarðhitaiðnaðarins.

    GEORG; Guðrún Sævarsdóttir, dósent, Háskólanum í Reykjavík. 

    Iceland Geothermal / Íslenski jarðhitaklasinn; Þóra Margrét
        Þorgeirsdóttir, GEKON ehf.

Aðkoma Íslendinga að jarðhitaverkefnum erlendis – hvað hefur gengið og hvað ekki; Ásgeir Margeirsson stjórnarformaður HS Orku og Gunnar Tryggvason, KPMG.

Fundurinn var haldinn í Orkugarði að Grensásvegi 9 og hann sóttu rúmlega 70 manns. Kaffiveitingar voru í boði ÍSOR.

* Bjarni flutti erindið með stuttum fyrirvara, en Vilhjálmur Guðmundsson frá Jarðborunum, sem flytja hugðist erindi um boranir á Íslandi og samanburð við önnur lönd, forfallaðist.