Erindi haustfundar Jarðhitafélagsins

8.12.2010 Gústaf Skúlason Haustfundur Jarðhitafélagsins 2010 var haldinn í Hellisheiðarvirkjun þriðjudaginn 7. desember, undir yfirskriftinni Jarðvísindi og jarðhiti, og var dagskráin tileinkuð störfum Kristjáns Sæmundssonar, sem kjörinn var heiðursfélagi á aðalfundi félagsins 14. apríl 2010. Erindi fundarins er að finna hér á eftir:

Jarðfræðikort af Hengli;  Einar Gunnlaugsson, Orkuveitu Reykjavíkur (glærur, samantekt)

Bergfræði Þeistareykja;  Karl Grönvold, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands (glærur, samantekt)

Punktar um Torfajökulssvæði;  Kristján Sæmundsson (glærur, ágrip)

Jarðhitaleit og jarðskorpurannsóknir með hitastigulsmælingum;  Ólafur G. Flóvenz og Kristján Sæmundsson, ÍSOR (glærur)

Fundarstjóri var Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, og í lok dagskrár kynntu starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur starfsemi Hellisheiðarvirkjunar. Fundinn sóttu tæplega 60 manns.