Erindi af vorfundi JHFÍ 2014 - ferilefnaprófanir í jarðhitanýtingu

30.4.2014 Gústaf Skúlason Þema vorfundar Jarðhitafélagsins 2014 voru ferilefnaprófanir í jarðhitanýtingu. Erindin má finna hér á vef félagsins (tvö ókomin). Fundinn sátu um 70 manns en hann var haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, miðvikudaginn 30. apríl. Bjarni Pálsson, fráfarandi formaður Jarðhitafélags Íslands setti fundinn og í kjölfarið voru flutt eftirtalin erindi:

Ferilefnaprófanir
Guðni Axelsson, sviðsstjóri, ÍSOR

Af ferilefnaprófunum hérlendis:

Tvífasa ferilefnaprófanir á Reykjanesi
Kristín Vala Matthíasdóttir, efnaverkfræðingur, HS Orku

Krókar og kimar Kröflu kannaðir:
Funheitar fréttir af fjölfasa ferilefnaprófi
Egill Júlíusson, forðafræðingur, Landsvirkjun

Ferilefnapróf á Hellisheiði
Bjarni Reyr Kristjánsson, jarðfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur

Fundarstjóri var Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar, Orkuveitu Reykjavíkur. Að fundi loknum bauð ÍSOR upp á kaffiveitingar.