Erindi af aðalfundi um brennisteinsvetni og um förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum

30.4.2013 Gústaf Skúlason Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands flutti Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri brennisteinsverkefna, erindið Afgas til auðlindar. Þá flutti Þráinn Friðriksson, jarðefnafræðingur hjá ÍSOR, erindi um förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum.

Bjarni Már fjallaði m.a. um SulFix verkefnið og stöðu þess, þar sem brennisteinsverkefninu er skilað aftur niður í jarðhitakerfið þaðan sem það kom.

Þráinn fjallaði m.a. um efnasamsetningu affallsvatns frá mismunandi virkjunum og bar saman við alþjóðlega drykkjarvatnsstaðla. Niðurstaða Þráins er sú að óæskilegt er að jarðhitavökvi blandist grunnvatni til langs tíma, þótt almennt sé þar ekki stórhætta á umhverfisslysum.