Aðal- og vorfundur JHFÍ 25. apríl - Upplýsingatækni í jarðhitageiranum

17.4.2017 Sigurjon
Aðal- og vorfundur Jarðhitafélags Íslands fer fram þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi.  Aðalfundurinn hefst kl. 14:00 og er haldinn í Háskóla Íslands, HT-101 Háskólatorgi.
Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi af aðalfundinum og hefst á sama stað kl. 15:00. Meginþema fundarins er „upplýsingatækni í jarðhitageiranum“.

Dagskrá aðalfundar, sbr. 5. gr. samþykkta félagsins:

1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara. Samþykkt dagskrár.
2.  Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu ári.
3.  Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
4.  Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.
5.  Lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs til samþykktar. Ákvörðun félagsgjalda.
6.  Kosning stjórnar. Ennfremur skulu kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
7. Upplýsingar um inngöngu nýrra félaga.
8. Önnur mál.

Dagskrá vorfundar:
15:00 - 15:10    Setning fundarins og ávarp fundarstjóra
                            Kristín Vala Matthíasdóttir, formaður Jarðhitafélags Íslands
15:10 - 15:30    Upplýsingakerfi fyrir jarðhitagögn hjá Landsvirkjun
                            Egill Júlíusson, verkefnastjóri, Landsvirkjun
15:30 - 15:50    Leapfrog og samtúlkun gagna
                            Sveinborg H. Gunnarsdóttir, jarðfræðingur, ÍSOR   
15:50 - 16:10    Nútímavæðing jarðhitagagna með EYK
                            Bjarki Ásbjarnarson, hugbúnaðarverkfræðingur, Hugfimi   
16:10 - 16:30    Snjallmælar - hvað er framundan?
                            Jakob Friðriksson, viðskiptaþróunarstjóri, Orkuveitu Reykjavíkur