4 fulltrúar frá JHFÍ í stjórn IGA

19.8.2016 Sigurjon Nú er lokið kosningum í stjórn International Geothermal Association og voru niðurstöðurnar mjög ánægjulegar fyrir Jarðhitafélagið. Það voru 4 félagar í JHFÍ í framboði og hlutu þau öll kosningu: Alexander Richter, stofnandi og forstjóri ThinkGeoEnergy.com; Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur; Kristín Vala Matthíasdóttir, Framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku og formaður JHFÍ & Lúðvík S. Georgsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna. Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna hér á heimasíðu IGA.