Haustfundur Jarðhitafélagsins 6. desember - Sérstaða jarðhitanýtingar á Íslandi

24.11.2011 Jarðhitafélagið heldur haustfund sinn þriðjudaginn 6. desember, í Orkugarði að Grensásvegi, og hefst fundurinn kl. 13:00. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Sérstaða jarðhitanýtingar á Íslandi, og verður m.a. fjallað um stofnkostnað jarðvarmavirkjana, boranir, rannsóknir, klasasamstarf og aðkomu Íslendinga að jarðhitaverkefnum erlendis. Sjá dagskrá fundarins hér.

Jarðhitafélagið styrkir doktorsnema

23.8.2011 Jarðhitafélag Íslands styrkir í ár Ásbjörgu Kristinsdóttur, doktorsnema við verkfræði- og viðskiptafræðideildir Massachussets Institute of Technology (MIT), um allt að kr. 350.000, til þess að sækja alþjóðlega ráðstefnu tengda jarðhita. Fimm sterkar umsóknir bárust en doktorsverkefni Ásbjargar þótti sérstaklega áhugavert og hagnýtt, en þar leggur hún áherslu á áhættugreiningu og ákvarðanatöku fyrir virkjanaframkvæmdir og miðar að því að kortleggja þær áhættur sem geta haft áhrif á framgang virkjanaframkvæmda, á sviði gæða, kostnaðar og tíma. meira

Styrkur til að sækja alþjóðlega ráðstefnu

23.5.2011 Jarðhitafélag Íslands auglýsir allt að 350 þúsund króna styrk til doktorsnema í jarðhitatengdum fræðum til að sækja alþjóðlega jarðhitaráðstefnu. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. meira

Claus Ballzus og Magnús Ólafsson í stjórn Jarðhitafélagsins

14.4.2011 Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands var haldinn 12. apríl 2011. Claus Ballzus og Magnús Ólafsson voru kjörnir nýir í stjórn og Gústaf Adolf Skúlason endurkjörinn. Úr stjórn fóru þau Jónas Matthíasson og Ragna Karlsdóttir, sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. Fundargerð aðalfundar, skýrslu stjórnar og ársreikning má nálgast hér á vef félagsins.

Einföldun regluverks, falleinkunn stjórnvalda, skortur á lagaheimildum

12.4.2011 Fróðleg erindi voru flutt á vorfundi Jarðhitafélags Íslands, þar sem iðnaðarráðherra boðaði m.a. að einfalda mætti regluverk orkunýtingar, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR benti á skort á lagaheimildum íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana og forstjóri HS Orku gaf stefnu stjórnvalda falleinkunn - út frá sjónarmiði orkunýtingar. meira

Stendur jarðhitinn í stjórnkerfinu? - Vorfundur JHFÍ þriðjudaginn 12. apríl

5.4.2011 Vorfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl undir yfirskriftinni Stendur jarðhitinn í stjórnkerfinu? Er þar m.a. vísað til vinnu við mótun heildstæðrar orkustefnu og rammaáætlunar, auk umræðna um auðlindanýtingu, eignarhald, sjálfbærni o.fl. Fundinn ávarpa iðnaðarráðherra, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR, forstjóri HS Orku, fulltrúi í stýrihóp um mótun heildstæðrar orkustefnu og formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar. meira

Aðalfundur Jarðhitafélagsins 12. apríl

14.3.2011 Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands árið 2011 verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl, í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi. Fundurinn hefst kl. 13:00 en kl. 14:00 hefst vorfundur félagsins á sama stað. Dagskrá vorfundarins verður kynnt síðar.

Erindi haustfundar Jarðhitafélagsins

8.12.2010 Haustfundur Jarðhitafélagsins 2010 var haldinn í Hellisheiðarvirkjun þriðjudaginn 7. desember, undir yfirskriftinni Jarðvísindi og jarðhiti, og var dagskráin tileinkuð störfum Kristjáns Sæmundssonar, sem kjörinn var heiðursfélagi á aðalfundi félagsins 14. apríl 2010. Erindi fundarins er að finna hér á vef félagsins. meira

Haustfundur JHFÍ 7. desember, tileinkaður störfum Kristjáns Sæmundssonar

30.11.2010 Haustfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn í Hellisheiðarvirkjun þriðjudaginn 7. desember og hefst kl. 13:30. Fundurinn verður tileinkaður störfum Dr. Kristjáns Sæmundssonar, sem kjörinn var heiðursfélagi á aðalfundi Jarðhitafélagsins 14. apríl sl. Dagskrá haustfundarins má nálgast hér.

Jarðhitafélag Íslands styrkir tvo doktorsnema

8.10.2010 Stjórn Jarðhitafélags Íslands styrkir í ár tvo íslenska doktorsnema til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrkþegarnir eru Edda Sif Pind Aradóttir og María Sigríður Guðjónsdóttir. Hvor um sig fær allt að kr. 350 þúsund til að greiða ferða- og uppihaldskostnað ásamt ráðstefnugjöldum. meira

Þrír Íslendingar í stjórn Alþjóðajarðhitasambandsins (IGA)

16.8.2010 Í sumar fóru fram rafrænar kosningar til stjórnar Alþjóðajarðhitasambandsins (IGA). Þrír Íslendingar voru í kjöri og allir fengu þeir margfalt atkvæðavægi Íslands og náðu glæsilegu kjöri til setu í 30 manna stjórn félagsins næstu þrjú árin. Þessi niðurstaða hlýtur að endurspegla virðingu fagmanna á jarðhitasviðinu gagnvart starfi íslenskra kollega og viðleitni okkar til að stuðla að frekari útbreyðslu jarðhitanýtingar í heiminum. meira

Valskilyrði vegna ráðstefnustyrkja

18.6.2010 Á fundi sínum miðvikudaginn 16. júní skilgreindi stjórn Jarðhitafélagsins þau viðmið sem unnið skyldi eftir við val á milli umsókna um styrki félagsins til doktorsnema til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. meira

Jarðhitafélagið auglýsir styrki til doktorsnema

9.6.2010 Stjórn Jarðhitafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk til íslensks doktorsnema í fagi tengdu jarðhita, til að sækja alþjóðlega jarðhitaráðstefnu. Styrkurinn getur numið allt að kr. 350.000 og umsóknarfrestur árið 2010 er til 16. ágúst. meira

Kristján Sæmundsson kjörinn heiðursfélagi í Jarðhitafélagi Íslands

15.4.2010 Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands miðvikudaginn 14. apríl var Kristján Sæmundsson kjörinn heiðursfélagi í félaginu. Kristján er í hópi virtustu vísindamanna í heiminum á sviði jarðhita og eldfjallafræði og rannsóknir hans hafa stóraukið þekkingu manna á jarðfræði Íslands, uppbyggingu gosbelta, megineldstöðum og eðli jarðhitans. meira

Jakob Friðriksson nýr formaður Jarðhitafélags Íslands

15.4.2010 Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands miðvikudaginn 14. apríl var Jakob Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, kjörinn nýr formaður félagsins. Tekur hann við af Ásgeiri Margeirssyni sem gegn hafði formennsku í fjögur ár. meira

Erindi vorþings Jarðhitafélags Íslands 2010

15.4.2010 Á vorþingi Jarðhitafélagsins - 10 ára afmælisþingi - var m.a. fjallað um regluverk, undirbúning jarðhitavirkjana og skilvirkni í skipulags-, mats- og leyfismálum. Þá ávarpaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra þingið. Þingið sátu um 40 manns. Erindi þingsins er að finna hér á síðunni. meira

Aðalfundur og Vorþing Jarðhitafélagsins 14. apríl 2010

23.3.2010 Miðvikudaginn 14. apríl verður aðalfundur Jarðhitafélags Íslands haldinn, í Víðgelmi Grensásvegi 9, kl. 13:30. Vorþing og 10 ára afmælisþing félagsins verður haldið á sama stað kl. 14:30. Þar verður fjallað um regluverkið tengt jarðhitavirkjunum, skipulags-, mats- og leyfismál og mun umhverfisráðherra m.a. ávarpa þingið. meira

Haustþing Jarðhitafélagsins 2009 - dagskrá og erindi

9.12.2009 Jarðhitafélag Íslands hélt haustþing sitt 8. desember 2009, undir yfirskriftinni „Nýjar leiðir í jarðhitanýtingu“. Sjá dagskrá og erindi á síðunni um málþing Jarðhitafélagsins.

Haustþing 8. desember: Nýjar leiðir í jarðhitanýtingu

16.11.2009 Þriðjudaginn 8. desember nk. verður haustþing Jarðhitafélagsins haldið í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. Þema þingsins verður „Nýjar leiðir í jarðhitanýtingu“. Sjá dagskrá þingsins hér. Aðgangur er ókeypis.

Fjölsóttur fundur um sjálfbæra nýtingu, erindin á vefnum

21.10.2009 Alls sóttu um 230 manns opinn fund Jarðhitafélagsins, Samorku, ÍSOR, Iðnaðarráðuneytisins, Orkustofnunar og Geothermal Research Group um sjálfbæra nýtingu jarðhita. Erindi fundarins er að finna á vef Samorku. meira

Sjálfbær nýting jarðhitans - opinn fundur á Hilton Nordica 21. október

13.10.2009 Sjálfbær nýting jarðhitans er yfirskrift opins fundar á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 21. október kl. 13. Að fundinum standa Jarðhitafélag Íslands, GEORG, iðnaðarráðuneytið, ÍSOR, Orkustofnun og Samorka. meira

Fundargerð og önnur gögn aðalfundar 2009

24.4.2009 Fundargerð aðalfundar JHFÍ 21. apríl 2009 má, ásamt með ársreikningi og skýrslu stjórnar, nálgast hér, á vefsíðu félagsins.

Erindi vorfundar 2009

22.4.2009 Á vorfundi Jarðhitafélags Íslands 2009 voru kynnt rannsóknarverkefnið Öndvegissetur í háhitaborholutækni og alþjóðlegi jarðhitarannsóknarklasinn GEORG. meira

Nýr vefur Jarðhitafélags Íslands

21.4.2009 Opnaður hefur verið nýr vefur Jarðhitafélags Íslands. Hér er að finna flest þau erindi sem flutt hafa verið á opnum fundum félagsins undanfarin ár, fundargerðir stjórnar og aðalfunda frá og með aðalfundi 2008, tengla við félagsmenn og margt fleira. Enn er unnið að uppsetningu vefsins og einhver útgefin rit ekki komin inn á síðuna eða ekki búið að birta þau á tilætluðum stöðum, en það stendur allt til bóta. Það er von stjórnar félagsins að vefurinn muni reynast félagsmönnum og öðru áhugafólki um jarðhitamál gagnlegur og ánægjulegur.