Erindisglærur frá Haustfundi JHFÍ 13. október

5.10.2016
Haustfundur JHFÍ fór fram fimmtudaginn 13. október síðastliðinn. Vel var mætt á fundinn sem var aldinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Þema fundarins var : „Nýjar víddir jarðvarmans“. Erindisglærur frá fundinum má sjá hér:
meira

Jarðhitafélagið styrkir háskólanema

20.9.2016 Líkt og undanfarin ár styrkir Jarðhitafélag Íslands háskólanema í jarðhitatengdu námi til að sækja fjölþjóðlega jarðhitaráðstefnu, að þessu sinni 2 styrki um allt að kr. 300 þúsund hvor styrkur. Fimm sterkar umsóknir bárust að þessu sinni. Niðurstaða stjórnar JHFÍ var sú að styrkþegarnir í ár eru Guðjón Helgi Eggertsson, sem hlaut styrk til að kynna erindi tengt doktorsverkefni  sínu sem fjallar um rannsóknir á lekt og bergstyrk í jarðhitageyminum í Kröflu & Andri Ísak Þórhallsson, sem hlaut styrk til að kynna erindi tengt doktorsverkefni  sínu sem fjallar um hermun á aðstæðum í djúpborunarholum.

4 fulltrúar frá JHFÍ í stjórn IGA

19.8.2016 Nú er lokið kosningum í stjórn International Geothermal Association og voru niðurstöðurnar mjög ánægjulegar fyrir Jarðhitafélagið. Það voru 4 félagar í JHFÍ í framboði og hlutu þau öll kosningu: Alexander Richter, stofnandi og forstjóri ThinkGeoEnergy.com; Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur; Kristín Vala Matthíasdóttir, Framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku og formaður JHFÍ & Lúðvík S. Georgsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna. Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna hér á heimasíðu IGA.

Styrkir til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur

17.8.2016 Jarðhitafélag Íslands veitir í ár háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrknum er ætlað að nýtast til að greiða ferða- og uppihaldskostnað og/eða ráðstefnugjöld. Um er að ræða 2 styrki til framhaldsnema í háskólanámi (MS/Ph.D) að upphæð allt að kr. 300.000 fyrir hvern styrk. Stjórn félagsins mun velja styrkþega úr hópi umsækjenda. Sjá nánar: meira

Íslenskar jarðvísindakonur heiðraðar!

3.5.2016
Alþjóðasamtökin Women in Geothermal (WING) heiðruðu tvær íslenskar jarðvísindakonur sem staðið hafa framarlega í útbreiðslu jarðhitanotkunar í heiminum.
Það voru þær Hrefna Kristmannsdóttir og Ragna Karlsdóttir sem tóku við brautryðjendaverðlaunum úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í móttöku sem samtökin gengust fyrir í tengslum við alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuna Iceland Geothermal Conference, sem fram fór í Hörpu dagana 26. til 28. apríl. meira

Gagnagrunnur fyrir jarðhitasérfræðinga

29.4.2016 Alþjóðajarðhitasambandið, IGA, hefur komið á fót sérstökum miðlægum gagnagrunni fyrir sérfræðinga í jarðhita. Gagnagrunninum var ýtt úr vör á IGC 2016 ráðstefnunni í Hörpu í gær og sérfræðingum er boðið að skrá sig í grunninn á heimasíðu Alþjóðajarðhitasambandsins. meira

Erindisglærur af vorfundi JHFÍ 2016

16.4.2016 Vorfundur JHFÍ var haldinn þann 12. apríl 2016, í húsakynnum Samorku að Borgartuni 35. Fundurinn var sérlega vel sóttur, en um 100 manns hlýddu á erindi um rekstur og viðhald borholna. Tengla á erindisglærur af fundinum má finna hér:
meira

Fréttabréf IGA apríl-júní 2016

15.4.2016 Fréttabréf International Geothermal Association (IGA) fyrir mánuðina apríl til júní 2016 hefur verið gefið út. Fréttabréfið má nálgast hér á heimasíðu samtakanna. JHFÍ minnir á að allir aðildarfélagar að JHFÍ eru sjálfkrafa aðildarfélagar í IGA.

Aðalfundur og vorfundur JHFÍ 12. apríl

22.3.2016 Aðalfundur og vorfundur JHFÍ munu fara fram þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi. Aðalfundurinn hefst kl. 14:00 og er haldinn í húsakynnum Samorku, Borgartúni 35 – Húsi Atvinnulífsins.

Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi af aðalfundinum og hefst á sama stað kl. 15:00. Meginþema fundarins er „Rekstur og viðhald á borholum“. Nánari dagskrá fyrir vorfundinn verður birt er nær dregur. Dagskrá aðalfundar má sjá hér: meira

Vísindadagur OR 14. mars

8.3.2016 Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög halda árlegan Vísindadag sinn þann 14. mars næstkomandi, og fer dagurinn fram í ráðstefnusal OR að Bæjarhálsi 1. Á vísindadeginum verða kynnt ýmis áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki fyrirtækjanna eða samstarfsaðilum.

Erindin snúast meðal annars um hitaveitur, jarðhitamál almennt, loftslagsmál, bætta auðlindanýtingu og margt fleira. Dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 16:00. Vísindadagurinn er öllum opinn en skráning fer fram hér á vef OR, þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um daginn.