Aðalfundur og vorfundur Jarðhitafélagsins 30. apríl 2014 - Fjallað um ferilefnaprófanir

8.4.2014 Miðvikudaginn 30. apríl verður aðalfundur Jarðhitafélagsins haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, og hefst fundurinn kl. 13:00. Vorfundur félagsins hefst á sama stað kl. 14:00, en þar verður fjallað um ferilefnaprófanir í jarðhitanýtingu.
meira

Aðalfundur 30. apríl

21.1.2014 Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn eftir hádegi miðvikudaginn 30. apríl í Orkugarði, Grensásvegi 9. Vorfundur félagsins fylgir í kjölfarið. Dagskrá verður nánar kynnt síðar.

160 formleg erindi vegna einnar virkjunar

26.11.2013 Á 10 ára tímabili voru send 160 formleg erindi til stjórnsýslustofnana vegna leyfiveitingaferla fyrir Hellisheiðarvirkjun. Þetta kom m.a. fram í erindi Auðar Andrésdóttur, sviðsstjóra hjá Mannviti, sem kynnti vinnu starfsskilyrðahóps Jarðvarmaklasans á haustfundi Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var í samvinnu við Íslenska orkuháskólann. Á vettvangi klasans er unnið að tillögum til úrbóta á sviði leyfiveitingaferla.
meira

Haustfundur 26. nóvember - einföldun regluverks jarðhitanýtingar

15.11.2013 Þriðjudaginn 26. nóvember heldur Jarðhitafélag Íslands haustfund sinn, í samstarfi við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar fundinn en einnig verða þar flutt erindi frá Auðlindastofnun HR og Jarðvarmaklasanum. Þema fundarins er einföldun regluverks jarðhitanýtingar. meira

Jarðhitafélagið styrkir doktorsnema

1.10.2013 Líkt og undanfarin ár styrkir Jarðhitafélag Íslands doktorsnema í jarðhitatengdu námi til að sækja fjölþjóðlega jarðhitaráðstefnu, að þessu sinni um allt að kr. 300 þúsund. Tvær sterkar umsóknir bárust að þessu sinni. Niðurstaða stjórnarinnar var sú að styrkinn hlyti Thecla Munanie Mutia, sem leggur stund á doktorsnám í umhverfisfræði við Háskóla Íslands, til að sækja jarðhitaráðstefnu Geothermal Research Council í Nevada í lok september 2013, þar sem hún kynnti m.a. doktorsverkefni sitt. meira

Styrkir til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur

27.6.2013 Jarðhitafélag Íslands auglýsir styrki til meistara- og doktorsnema í fögum tengdum jarðhita, til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst.
meira

Hildigunnur ný í stjórn Jarðhitafélagsins

2.5.2013 Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands var Hildigunnur H. Thorsteinsson, jarðhitaverkfræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkuveitu Reykjavíkur, kjörin ný í stjórn félagsins. Jakob S. Friðriksson lét af stjórnarsetu og eru honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.
meira

Erindi af aðalfundi um brennisteinsvetni og um förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum

30.4.2013 Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands flutti Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri brennisteinsverkefna, erindið Afgas til auðlindar. Þá flutti Þráinn Friðriksson, jarðefnafræðingur hjá ÍSOR, erindi um förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum. Erindin má nálgast hér á vef á vef félagsins.
meira

Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands 30. apríl - Erindi um brennisteinsvetni og förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum

5.4.2013 Jarðhitafélag Íslands heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 30. apríl, í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn hefst kl. 14:00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verða flutt erindi um brennisteinsvetni og um förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum. meira

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Hörpu 5.-8. mars 2013

2.1.2013 Við minnum á að dagana 5.-8. mars 2013 stendur íslenski jarðhitaklasinn fyrir alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Hörpu. Sjá upplýsingar um dagskrá, skráningu o.fl. á vefsíðu ráðstefnunnar.