Erindi af vorfundi JHFÍ 2015 - Erindi Íslendinga á WGC 2015

20.3.2015 Þema vorfundar Jarðhitafélagsins 2015 var: „Erindi Íslendinga á World Geothermal Congress 2015. Yfir 50 manns mættu á fundinn sem haldinn var í húsakynnum Landsvirkjunar.  Erindin má finna hér á vef félagsins. meira

Aðalfundur og vorfundur Jarðhitafélags Íslands - 19. mars næstkomandi

18.2.2015

Fimmtudaginn 19. mars næstkomandi heldur Jarðhitafélag Íslands aðalfund sinn. Fundurinn hefst kl. 14:00 og er haldinn í húsakynnum Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68. Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi af aðalfundinum og hefst á sama stað kl. 15:00. Meginþema fundarins er „Verkefni Íslendinga á World Geothermal Congress 2015 í Ástralíu". Á milli funda verður boðið upp á kaffi og meðlæti.

meira

Skráning á World Geothermal Congress 2015

13.11.2014 Skráning á World Geothermal Congress 2015, sem fram fer 19-24. apríl 2015 í Ástralíu, er í fullum gangi. Frekari upplýsingar um skráningu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Erindi af Haustfundi JHFÍ 2014

24.10.2014 Haustfundur JHFÍ fór fram þann 23.10.2014. Haustfundurinn í ár var tileinkaður störfum Sverris Þórhallssonar. Fundinn sátu yfir 100 manns og var fullt út úr dyrum. Erindin sem flutt voru á fundinum má finna hér:
meira

Haustfundur Jarðhitafélags Íslands - 23. október næstkomandi - Breyttur fundartími um 1 klst.

20.10.2014 Við vekjum athygli á því að vegna óviðráðanlegra orsaka mun haustfundur Jarðhitafélags Íslands, fimmtudaginn 23. október næstkomandi,  vera færður aftur um einn klukkutíma. Haustfundurinn hefst því kl. 15:00 í stað áður auglýsts tíma 14:00.
Í ár er haustfundur Jarðhitafélags Íslands helgaður störfum Sverris Þórhallssonar og er fundurinn haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9. Dagskrá fundar má sjá hér: meira

Verkefnakynning Jarðhitaskólans 8. október

6.10.2014

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um verkefni sín verða haldnir í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs, Grensásvegi 9, miðvikudaginn 8. október og hefjast kl. 09:00. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir.

Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá frá Jarðhitaskólanum.

Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins 2020, World Geothermal Congress, haldið á Íslandi!

30.9.2014

Stjórn Alþjóða jarðhitasambandsins (IGA) hefur tekið þá ákvörðun að World Geothermal Congress 2020 - heimsþing IGA sem haldið er á 5 ára fresti - verði haldið á Íslandi. Um er að ræða langstærsta viðburðinn á sviði jarðhitamála í heiminum og einn stærsta ráðstefnuviðburð sem haldinn hefur verið á Íslandi.

meira

Styrkur til að sækja alþjóðlega jarðhitaráðstefnu

2.7.2014 Jarðhitafélag Íslands veitir í ár háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrknum er ætlað að nýtast til að greiða ferða- og uppihaldskostnað og/eða ráðstefnugjöld. Um er að ræða styrk til framhaldsnema í háskólanámi (MS/Ph.D) að upphæð allt að kr. 300.000. Stjórn félagsins mun velja styrkþega úr hópi umsækjenda. meira

Erindi af vorfundi JHFÍ 2014 - ferilefnaprófanir í jarðhitanýtingu

30.4.2014 Þema vorfundar Jarðhitafélagsins 2014 voru ferilefnaprófanir í jarðhitanýtingu. Guðni Axelsson frá ÍSOR fjallaði almennt um ferilefnaprófanir en í kjölfarið voru flutt erindi um ferilefnaprófanir á Reykjanesi, við Kröflu og á Hellisheiði. Erindin má finna hér á vef félagsins.
meira

Kristín Vala nýr formaður Jarðhitafélags Íslands

30.4.2014 Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands var Kristín Vala Matthíasdóttir kjörin nýr formaður félagsins. Kristín Vala er með meistaragráðu í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð.  Hún hefur starfað sem efnaverkfræðingur HS Orku undanfarin þrjú ár.Hún tekur við formennsku af Bjarna Pálssyni, deildarstjóra virkjanadeildar Landsvirkjunar, en hann hefur gegnt formennsku frá aðalfundi 2012. Þá voru kjörnir nýir í stjórn félagsins þeir Egill Júlíusson frá Landsvirkjun og Sigurjón N. Kjærnested frá Samorku, en úr stjórn gengu þeir Bjarni Pálsson og Gústaf Adolf Skúlason.

meira