Styrkur til að sækja alþjóðlega jarðhitaráðstefnu

2.7.2014 Jarðhitafélag Íslands veitir í ár háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrknum er ætlað að nýtast til að greiða ferða- og uppihaldskostnað og/eða ráðstefnugjöld. Um er að ræða styrk til framhaldsnema í háskólanámi (MS/Ph.D) að upphæð allt að kr. 300.000. Stjórn félagsins mun velja styrkþega úr hópi umsækjenda. meira

Erindi af vorfundi JHFÍ 2014 - ferilefnaprófanir í jarðhitanýtingu

30.4.2014 Þema vorfundar Jarðhitafélagsins 2014 voru ferilefnaprófanir í jarðhitanýtingu. Guðni Axelsson frá ÍSOR fjallaði almennt um ferilefnaprófanir en í kjölfarið voru flutt erindi um ferilefnaprófanir á Reykjanesi, við Kröflu og á Hellisheiði. Erindin má finna hér á vef félagsins.
meira

Kristín Vala nýr formaður Jarðhitafélags Íslands

30.4.2014 Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands var Kristín Vala Matthíasdóttir kjörin nýr formaður félagsins. Kristín Vala er með meistaragráðu í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð.  Hún hefur starfað sem efnaverkfræðingur HS Orku undanfarin þrjú ár.Hún tekur við formennsku af Bjarna Pálssyni, deildarstjóra virkjanadeildar Landsvirkjunar, en hann hefur gegnt formennsku frá aðalfundi 2012. Þá voru kjörnir nýir í stjórn félagsins þeir Egill Júlíusson frá Landsvirkjun og Sigurjón N. Kjærnested frá Samorku, en úr stjórn gengu þeir Bjarni Pálsson og Gústaf Adolf Skúlason.

meira

Aðalfundur og vorfundur Jarðhitafélagsins 30. apríl 2014 - Fjallað um ferilefnaprófanir

8.4.2014 Miðvikudaginn 30. apríl verður aðalfundur Jarðhitafélagsins haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, og hefst fundurinn kl. 13:00. Vorfundur félagsins hefst á sama stað kl. 14:00, en þar verður fjallað um ferilefnaprófanir í jarðhitanýtingu.
meira

Aðalfundur 30. apríl

21.1.2014 Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn eftir hádegi miðvikudaginn 30. apríl í Orkugarði, Grensásvegi 9. Vorfundur félagsins fylgir í kjölfarið. Dagskrá verður nánar kynnt síðar.

160 formleg erindi vegna einnar virkjunar

26.11.2013 Á 10 ára tímabili voru send 160 formleg erindi til stjórnsýslustofnana vegna leyfiveitingaferla fyrir Hellisheiðarvirkjun. Þetta kom m.a. fram í erindi Auðar Andrésdóttur, sviðsstjóra hjá Mannviti, sem kynnti vinnu starfsskilyrðahóps Jarðvarmaklasans á haustfundi Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var í samvinnu við Íslenska orkuháskólann. Á vettvangi klasans er unnið að tillögum til úrbóta á sviði leyfiveitingaferla.
meira

Haustfundur 26. nóvember - einföldun regluverks jarðhitanýtingar

15.11.2013 Þriðjudaginn 26. nóvember heldur Jarðhitafélag Íslands haustfund sinn, í samstarfi við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar fundinn en einnig verða þar flutt erindi frá Auðlindastofnun HR og Jarðvarmaklasanum. Þema fundarins er einföldun regluverks jarðhitanýtingar. meira

Jarðhitafélagið styrkir doktorsnema

1.10.2013 Líkt og undanfarin ár styrkir Jarðhitafélag Íslands doktorsnema í jarðhitatengdu námi til að sækja fjölþjóðlega jarðhitaráðstefnu, að þessu sinni um allt að kr. 300 þúsund. Tvær sterkar umsóknir bárust að þessu sinni. Niðurstaða stjórnarinnar var sú að styrkinn hlyti Thecla Munanie Mutia, sem leggur stund á doktorsnám í umhverfisfræði við Háskóla Íslands, til að sækja jarðhitaráðstefnu Geothermal Research Council í Nevada í lok september 2013, þar sem hún kynnti m.a. doktorsverkefni sitt. meira

Styrkir til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur

27.6.2013 Jarðhitafélag Íslands auglýsir styrki til meistara- og doktorsnema í fögum tengdum jarðhita, til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst.
meira

Hildigunnur ný í stjórn Jarðhitafélagsins

2.5.2013 Á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands var Hildigunnur H. Thorsteinsson, jarðhitaverkfræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkuveitu Reykjavíkur, kjörin ný í stjórn félagsins. Jakob S. Friðriksson lét af stjórnarsetu og eru honum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.
meira