Bein nýting jarðhita á Parísarfundinum - Upptaka af fundi, erindi og fleira

9.12.2015 Jarðvarmaklasinn í samstarfi við Utanríkisráðuneytið stóðu í gær fyrir fundi um beina nýtingu jarðhita á Parísarfundinum um loftslagsmál.  Þar fluttu erindi: Hildigunnur Thorsteinsson, Varaformaður Jarðhitafélags Íslands og framkvæmdastjóri Þróunar OR; Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra; Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar; Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku & Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri. Fundarstjóri var Ragna Árnadóttir, varaforstjóri Landsvirkjunar. Myndband af fundinum, dagskrá hans og erindi, má nálgast hér:

Samhæfður staðall IGA um mat á jarðvarmaauðlindum

9.12.2015 International Geothermal Association (IGA) og United Nations Economic Comission for Europe (UNECE) skrifuðu í september 2014 undir viljayfirlýsingu um að þróa og viðhalda samhæfðum staðli um mat á jarðvarmaauðlindum og hefur síðan verið unnið að því verkefni á vettvangi IGA. Aðra hvítbók verkefnisins má nálgast hér á vef IGA:

meira

Sparnaður í losun koldíoxíðs nemur 140 milljónum tonna á einni öld með nýtingu jarðhita í stað olíu

7.12.2015 Orkustofnun hefur unnið að því að meta sparnað í losun koldíoxíðs með nýtingu jarðhita stað olíu - í húshitun, aðra varmanotkun og raforkuframleiðslu. Tímabilið sem skoðað var frá 1914 til 2014 og nemur uppsafnaður sparnaður 140 milljónum tonna af koldíoxíði. Tveir þriðju hlutar sparnaðarins er framlag hitaveitna á Íslandi í eina öld. Nánari upplýsingar má sjá hér á heimasíðu orkustofnunar:

Iceland Geothermal Conference 2016 - Opnað fyrir skráningu

12.11.2015 Opnað hefur verið fyrir skráningu á þriðju Iceland Geothermal Conference - IGC2016. Ráðstefnan fer fram í Hörpu dagana 26.-29. apríl 2016 og er skipulögð af Iceland Geothermal klasasamstarfinu. Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu ráðstefnunnar:

Erindisglærur frá haustfundi Jarðhitafélags Íslands 22. október - Fjölnýting jarðhita á Íslandi

14.10.2015 Haustfundur JHFÍ var haldinn fimmtudaginn 22. október síðastliðinn. Fundurinn heppnaðist virkilega vel og var vel tekið í erindi fundarins, sem tengdust öll þema hans: Fjölnýtingu jarðhita á Íslandi. Yfir 60 manns sóttu fundinn sem haldinn var í höfuðstöðvum Mannvits. Erindisglærur af fundinum má nálgast hér: meira

Fréttabréf IGA okt.-des 2015

12.10.2015 Fréttabréf International Geothermal Association (IGA) fyrir mánuðina október til desember 2015 er komið út. Það má finna hér á vef IGA.

Fyrirlestrar um lokaverkefni nemenda í Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna

12.10.2015 Þriðjudaginn 13. október flytja nemar við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna fyrirlestra um lokaverkefni sín. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 09:00 í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs. Nánari dagskrá má sjá hér á heimasíðu Jarðhitaskólans.

Haustfundur JHFÍ 22. október næstkomandi

7.10.2015 Haustfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn þann 22. október næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsakynnum Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi. Í ár verður þema fundarins: „Fjölnýting jarðhita á Íslandi“. Dagskrá fundarins verður birt hér á heimasíðu JHFÍ, er nær dregur fundi.

Röð fyrirlestra um jarðfræði jarðhitakerfa og jarðhita í Afríku

2.10.2015 Gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna 2015, Dr. Meseret Teklemariam frá Eþíópíu, flytur dagana 5.-9. október röð fyrirlestra um jarðfæði jarðhitakerfa og jarðhita í Afríku. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Víðgelmi og hefjast kl. 9 hvern dag. Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu Jarðhitaskólans.

Jarðhitafélagið styrkir háskólanema

16.9.2015 Líkt og undanfarin ár styrkir Jarðhitafélag Íslands háskólanema í jarðhitatengdu námi til að sækja fjölþjóðlega jarðhitaráðstefnu, að þessu sinni 2 styrki um allt að kr. 300 þúsund hvor styrkur. Átta sterkar umsóknir bárust að þessu sinni. Niðurstaða stjórnar JHFÍ var sú að styrkina hlytu Elvar Bjarkason, doktorsnemi í jarðhitaverkefni við University of Auckland í Nýja Sjálandi og Sigrún Brá Sverrisdóttir, meistaranemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík meira