Opinn morgunverðarfundur & Vetrarfundur Jarðhitafélags Íslands

23.11.2017 Þann 5. desember næstkomandi heldur Jarðhitafélag Íslands vetrarfundi félagsins. Aðalræðumaður á fundunum verður eitt af stærstu nöfnunum í alþjóða jarðhitageiranum, Susan Petty, sem er forstjóri og stofnandi AltaRock Energy.

Við byrjum á morgunverðarfundi á Reykjavík Natura hóteli, kl. 08:30 til 10:00. Á fundinum verður fjallað um mikilvægi jarðhitans þegar kemur að aðgerðum til að vinna gegn loftlagsbreytingum.

Síðdegis mun Susan fjalla um örvuð jarðhitakerfi sem nýta yfirkríttískan vökva (e. super hot EGS). Þar mun Susan einnig deila með okkur sinni miklu reynslu af því að hefja og leiða til lykta heimsklassa nýsköpunarverkefni byggð á nýtingu jarðhita. Í framhaldi verður svo einnig kynnt áhugaverð skýrsla frá Jarðvarmaklasanum um samkeppnishæfni íslenska jarðvarmageirans. Fundurinn fer fram kl. 15:00-16:30 í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.

Við í Jarðhitafélagi Íslands hvetjum ykkur til að taka daginn frá og lofum virkilega spennandi fundum. Sjá dagskrá hér:
meira

Nýjasta fréttabréf IGA komið út

25.10.2017 Jarðhitafélag Íslands vekur athygli á því að nýjasta fréttabréf International Geothermal Association - IGA, fyrir tímabilið okt-des 2017, er komið út. Fréttabréfið má nálgast hér á heimasíðu IGA.

Aðal- og vorfundur JHFÍ 25. apríl - Upplýsingatækni í jarðhitageiranum

17.4.2017
Aðal- og vorfundur Jarðhitafélags Íslands fer fram þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi.  Aðalfundurinn hefst kl. 14:00 og er haldinn í Háskóla Íslands, HT-101 Háskólatorgi.
Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi af aðalfundinum og hefst á sama stað kl. 15:00. Meginþema fundarins er „upplýsingatækni í jarðhitageiranum“.
Dagskrá fundanna má finna hér:
meira

Möguleikar sjóðandi lághitans á Íslandi til raforkuvinnslu - Afmælisfyrirlestur Orkustofnunar 15. febrúar

12.2.2017 Í tilefni af 50 ára afmæli Orkustofnunar 2017, boðar stofnunin til mánaðarlegra fyrirlestra um ýmis mál sem tengjast starfsemi hennar. Annar fyrirlesturinn verður haldin miðvikudaginn 15. febrúar kl. 11:30-13:00 og verður fjallað um möguleika sjóðandi lághitans á Íslandi til raforkuvinnslu - Reynsla af borunum liðna öld, Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu Orkustofnunar:

Stór áfangi í djúpborun

12.2.2017 Alls voru um 200 manns á hádegisfundi um borlok í djúpborunarverkefni á Reykjanesi sem HS Orka hélt í Gamla bíó í hádeginu. Haldin voru stutt erindi þar sem farið var yfir tilgang, helstu áskoranir og þau verkefni sem framundan eru. Að þeim loknum var panelumræður þar sem fjörugar umræður sköpuðust um verkefnið og hvað niðurstöður þýða fyrir vinnslu á jarðhita í framtíðinni. Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu HS Orku.
meira

Erindisglærur frá Haustfundi JHFÍ 13. október

5.10.2016
Haustfundur JHFÍ fór fram fimmtudaginn 13. október síðastliðinn. Vel var mætt á fundinn sem var aldinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Þema fundarins var : „Nýjar víddir jarðvarmans“. Erindisglærur frá fundinum má sjá hér:
meira

Jarðhitafélagið styrkir háskólanema

20.9.2016 Líkt og undanfarin ár styrkir Jarðhitafélag Íslands háskólanema í jarðhitatengdu námi til að sækja fjölþjóðlega jarðhitaráðstefnu, að þessu sinni 2 styrki um allt að kr. 300 þúsund hvor styrkur. Fimm sterkar umsóknir bárust að þessu sinni. Niðurstaða stjórnar JHFÍ var sú að styrkþegarnir í ár eru Guðjón Helgi Eggertsson, sem hlaut styrk til að kynna erindi tengt doktorsverkefni  sínu sem fjallar um rannsóknir á lekt og bergstyrk í jarðhitageyminum í Kröflu & Andri Ísak Þórhallsson, sem hlaut styrk til að kynna erindi tengt doktorsverkefni  sínu sem fjallar um hermun á aðstæðum í djúpborunarholum.

4 fulltrúar frá JHFÍ í stjórn IGA

19.8.2016 Nú er lokið kosningum í stjórn International Geothermal Association og voru niðurstöðurnar mjög ánægjulegar fyrir Jarðhitafélagið. Það voru 4 félagar í JHFÍ í framboði og hlutu þau öll kosningu: Alexander Richter, stofnandi og forstjóri ThinkGeoEnergy.com; Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur; Kristín Vala Matthíasdóttir, Framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku og formaður JHFÍ & Lúðvík S. Georgsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna. Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna hér á heimasíðu IGA.

Styrkir til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur

17.8.2016 Jarðhitafélag Íslands veitir í ár háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrknum er ætlað að nýtast til að greiða ferða- og uppihaldskostnað og/eða ráðstefnugjöld. Um er að ræða 2 styrki til framhaldsnema í háskólanámi (MS/Ph.D) að upphæð allt að kr. 300.000 fyrir hvern styrk. Stjórn félagsins mun velja styrkþega úr hópi umsækjenda. Sjá nánar: meira

Íslenskar jarðvísindakonur heiðraðar!

3.5.2016
Alþjóðasamtökin Women in Geothermal (WING) heiðruðu tvær íslenskar jarðvísindakonur sem staðið hafa framarlega í útbreiðslu jarðhitanotkunar í heiminum.
Það voru þær Hrefna Kristmannsdóttir og Ragna Karlsdóttir sem tóku við brautryðjendaverðlaunum úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í móttöku sem samtökin gengust fyrir í tengslum við alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuna Iceland Geothermal Conference, sem fram fór í Hörpu dagana 26. til 28. apríl. meira