Íslenskar jarðvísindakonur heiðraðar!

3.5.2016
Alþjóðasamtökin Women in Geothermal (WING) heiðruðu tvær íslenskar jarðvísindakonur sem staðið hafa framarlega í útbreiðslu jarðhitanotkunar í heiminum.
Það voru þær Hrefna Kristmannsdóttir og Ragna Karlsdóttir sem tóku við brautryðjendaverðlaunum úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í móttöku sem samtökin gengust fyrir í tengslum við alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuna Iceland Geothermal Conference, sem fram fór í Hörpu dagana 26. til 28. apríl. meira

Gagnagrunnur fyrir jarðhitasérfræðinga

29.4.2016 Alþjóðajarðhitasambandið, IGA, hefur komið á fót sérstökum miðlægum gagnagrunni fyrir sérfræðinga í jarðhita. Gagnagrunninum var ýtt úr vör á IGC 2016 ráðstefnunni í Hörpu í gær og sérfræðingum er boðið að skrá sig í grunninn á heimasíðu Alþjóðajarðhitasambandsins. meira

Erindisglærur af vorfundi JHFÍ 2016

16.4.2016 Vorfundur JHFÍ var haldinn þann 12. apríl 2016, í húsakynnum Samorku að Borgartuni 35. Fundurinn var sérlega vel sóttur, en um 100 manns hlýddu á erindi um rekstur og viðhald borholna. Tengla á erindisglærur af fundinum má finna hér:
meira

Fréttabréf IGA apríl-júní 2016

15.4.2016 Fréttabréf International Geothermal Association (IGA) fyrir mánuðina apríl til júní 2016 hefur verið gefið út. Fréttabréfið má nálgast hér á heimasíðu samtakanna. JHFÍ minnir á að allir aðildarfélagar að JHFÍ eru sjálfkrafa aðildarfélagar í IGA.

Aðalfundur og vorfundur JHFÍ 12. apríl

22.3.2016 Aðalfundur og vorfundur JHFÍ munu fara fram þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi. Aðalfundurinn hefst kl. 14:00 og er haldinn í húsakynnum Samorku, Borgartúni 35 – Húsi Atvinnulífsins.

Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi af aðalfundinum og hefst á sama stað kl. 15:00. Meginþema fundarins er „Rekstur og viðhald á borholum“. Nánari dagskrá fyrir vorfundinn verður birt er nær dregur. Dagskrá aðalfundar má sjá hér: meira

Vísindadagur OR 14. mars

8.3.2016 Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög halda árlegan Vísindadag sinn þann 14. mars næstkomandi, og fer dagurinn fram í ráðstefnusal OR að Bæjarhálsi 1. Á vísindadeginum verða kynnt ýmis áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki fyrirtækjanna eða samstarfsaðilum.

Erindin snúast meðal annars um hitaveitur, jarðhitamál almennt, loftslagsmál, bætta auðlindanýtingu og margt fleira. Dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 16:00. Vísindadagurinn er öllum opinn en skráning fer fram hér á vef OR, þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um daginn.

Bein nýting jarðhita á Parísarfundinum - Upptaka af fundi, erindi og fleira

9.12.2015 Jarðvarmaklasinn í samstarfi við Utanríkisráðuneytið stóðu í gær fyrir fundi um beina nýtingu jarðhita á Parísarfundinum um loftslagsmál.  Þar fluttu erindi: Hildigunnur Thorsteinsson, Varaformaður Jarðhitafélags Íslands og framkvæmdastjóri Þróunar OR; Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra; Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar; Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku & Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri. Fundarstjóri var Ragna Árnadóttir, varaforstjóri Landsvirkjunar. Myndband af fundinum, dagskrá hans og erindi, má nálgast hér:

Samhæfður staðall IGA um mat á jarðvarmaauðlindum

9.12.2015 International Geothermal Association (IGA) og United Nations Economic Comission for Europe (UNECE) skrifuðu í september 2014 undir viljayfirlýsingu um að þróa og viðhalda samhæfðum staðli um mat á jarðvarmaauðlindum og hefur síðan verið unnið að því verkefni á vettvangi IGA. Aðra hvítbók verkefnisins má nálgast hér á vef IGA:

meira

Sparnaður í losun koldíoxíðs nemur 140 milljónum tonna á einni öld með nýtingu jarðhita í stað olíu

7.12.2015 Orkustofnun hefur unnið að því að meta sparnað í losun koldíoxíðs með nýtingu jarðhita stað olíu - í húshitun, aðra varmanotkun og raforkuframleiðslu. Tímabilið sem skoðað var frá 1914 til 2014 og nemur uppsafnaður sparnaður 140 milljónum tonna af koldíoxíði. Tveir þriðju hlutar sparnaðarins er framlag hitaveitna á Íslandi í eina öld. Nánari upplýsingar má sjá hér á heimasíðu orkustofnunar:

Iceland Geothermal Conference 2016 - Opnað fyrir skráningu

12.11.2015 Opnað hefur verið fyrir skráningu á þriðju Iceland Geothermal Conference - IGC2016. Ráðstefnan fer fram í Hörpu dagana 26.-29. apríl 2016 og er skipulögð af Iceland Geothermal klasasamstarfinu. Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu ráðstefnunnar: